top of page
Writer's pictureÞórarinn Hjálmarsson

Hvað er markhópur?


Þessi vangavelta um að finna markhópinn sinn hefur alltaf komið mér undarlega fyrir sjónir. Eins og myndin gefur til kynna þá er auðvelt að finna hann, amk á Facebook, en þar liggur held ég vandamálið að einhverju leiti.


Þessi misskilningur að markhópur sé eitthvað annað en ákvörðun, einhver skilgreining sem markaðsdeildir/markaðsfólk/frumkvöðlar ákveða að sé í áherslu herferðar/markaðsstarfs hverju sinni.



 

Ég hef oft, held ég amk, talað um mikilvægi grunnvinnunar sem felst í markaðsáætlanagerðinni. Þetta tækifæri sem gefst til að rýna í þá vinnu sem hefur átt sér stað, rýna í það umhverfi sem skipulagsheildin starfar í og móta stefnu komandi árs. Það er í þessari vinnu sem þið finnið/skilgreinið markhópinn...hópinn/hópana sem eru í forgrunni starfsins næsta árið. Hópinn sem þið teljið að virðistilboðið sé sniðið alfarið að.


Það er nefnlilega þannig að við getum ekki gert allt fyrir alla. Í raun væri það algjört glapræði.


Hins vegar má ekki gleyma því að við erum fámenn þjóð og með því að hluta markaðinn mögulega of mikið niður endum við með hópa sem eru hreinlega ekki nægjanlega stórir til að við sem skipulagsheild getum lifað af.


Það leiðir hugann kannski að þessari markaðslegu einkaþjálfun...eða handleiðslu eða hvað ég kalla þetta. Hver ætli markhópurinn sé þar? Það er mjög góð spurning. Það eru kannski ekki allir sem sjá virðið í að eiga leiðbeinandi samtal við einhvern um markaðsmál. Svo eru aðrir sem hreinlega neyðast til að sinna markaðsmálum ofan á mörg önnur störf innan skipulagsheildarinnar. Þannig að þessu er klárlega misskipt. Það er kannski sérstaklega þessi seinni hópur sem ég horfi helst til. Hópurinn sem sinnir markaðsmálum og ekkert mikið meira en það. Fann ekki hjá sér köllunina rétt fyrir bankahrun og hefur puðrast í þessu allar götur síðan. Það er þessi hópur sem ég hef mjög mikinn áhuga á að heyra meira í og mætti alveg endilega hafa samband.

247 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Business Meeting

Markaðsleg einkaþjálfun

Hvað er það eiginlega og hvernig getur það gagnast mér?

bottom of page