top of page
Writer's pictureÞórarinn Hjálmarsson

Markaðsstjóri Stjórnarráðsins

Updated: May 27

Ég deildi um daginn áhugaverðri frétt á Linkedin þar sem þingmaður gerði að umtalsefni auglýsingakaup Mennta- og barnamálaráðuneytis og undirstofnana til erlendra miðla. Meðal annars segir Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins; „Ég er ekki viss um að það sé nein stefna um það hvert eigi að beina auglýsingum hins opinbera og það er vert að eiga samtal um það“.


Með þessari deilingu lét ég fylgja með vangaveltur um hvort það þyrfti ekki að vera markaðsstjóri innan Stjórnarráðsins, einhver sem gæti verið ráðgefandi fyrir ráðuneyti og undirstofnanir þess og tryggt að markaðsfræðileg hugsun lægi að baki ákvarðanatöku. Það er jú frumskylda markaðsfólks að tryggja að fjármagni sé fjárfest með skynsamlegum hætti og miðað að markhópnum.


Þessi hugmynd mín endurómaði svo nýlega þar sem ég las í gegnum meistararitgerð Ragnheiðar Emelíu Auðunsdóttur þar sem hún fjallaði um áhrifaþætti blóðgjafa og nýliðun blóðgjafa. Og já…markaðsfræði á við um svo margt .. ekki bara gosdrykki, ryksuguróbóta og niðursuðuvörur. Eftir lesturinn fór ég að skoða betur Blóðbankann og hjó þá eftir því að þau eru nú hýst í hlýjum faðmi Ísland.is.


Í ritgerðinni fjallar höfundur um alla þá mögulegu þætti sem geta hindrað að einstaklingar gerist blóðgjafar og einmitt mesta áskorunin að fá fólk til að mæta í fyrsta skiptið og yfirstíga mögulegan ótta. Með þessu er ég líka að hvetja þig lesandi góður til að íhuga alvarlega að gerast blóðgjafi ef þú ert það ekki nú þegar.


Meðal þess sem Ragnheiður Emelía nefnir eru samræmd markaðssamskipti og að skapa samfellu í markaðsstarfinu. Ólíkt kannski öðrum heilbrigðisstofnunum þarf Blóðbankinn sífellt að vera berjast fyrir því að það sé nægjanleg framboð af blóði í birgðum þess og stöðugt að vera kalla eftir blóðgjöfum til að tryggja þetta framboð. Þarna kemur markaðsfræðin inn…og þessi samhæfðu samskipti.


Eins og staðan er núna er erfitt að líta framhjá því að með því að staðsetja Blóðbankann innan staðlaðs ramma Ísland.is er erfitt að skapa umgjörð sem miðlar nægjanlega vel upplýsingum um þörfina hverju sinni og hvetja fólk til að gerast blóðgjafar.


Hlutverk vefsins er bara hreinlega allt annað en hjá öðrum stofnunum ríkisins.


Blóðbankinn þarf að vera með markaðslega hugsun að baki sér…þau þurfa markaðsstjóra. Þörfin kristallast kannski einna best í skjáskotunum hér að neðan. Annars vegar tekin af Vefsafninu eins og hann var 2. mars 2024 og svo skjáskot tekið af vefnum innan Ísland.is þann 24.maí 2024.


Vefur Blóðbankans 2. mars 2024 (Vefsafn)
Vefur Blóðbankans 2. mars 2024 (Vefsafn)

Fyrir mér er þetta frekar augljóst. Hinn flati rammi Ísland.is sannarlega kemur einhverjum grunn skilaboðum á framfæri en í samanburði við það sem var til staðar er þetta svart og hvítt. Hér hefði markaðsstjóri barið hnefa í borðið og a.m.k. reynt að berjast gegn þessum breytingum…hefði ég haldið. Nú neyðist Blóðbankinn að nýta "erlenda" samfélagsmiðla til að koma skemmtilegu fréttunum um starf sitt sem kannski eiga ekki erindi inn á Ísland.is en hefðu klárlega átt heima á vef Blóðbankans.


Vefur Blóðbankans inn á Ísland.is
Vefur Blóðbankans inn á Ísland.is

Það vantar Markaðsstóra í Stjórnarráðið…einhvern sem getur stigið inn í þessi verkefni..hlustað á báðar hliðar…greint stöðuna og haft að leiðarljósi hvert markmiðið er hverju sinni og hverjir markhóparnir eru hverju sinni og þannig tekið ákvarðanir. Persónulega væri ég frekar til í að heimsækja vef Blóðbankans á vefsafninu heldur en Ísland.is eins og staðan er núna.


Ég er með þessu ekki að hallmæla Ísland.is og þeirri vinnu sem er að eiga sér stað þar. Frekar að benda á að það á kannski ekki allt heima þar undir. Sumar stofnanir þurfa að vera markaðsdrifnar og þurfa þar af leiðandi einhverja aðra lausn en þessa til að tryggja samhæfð markaðssamskipti.


Næsta mál fyrir þig hins vegar er að fara hingað inn og bóka tíma í blóðgjöf…mana þig.

197 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarii


Business Meeting

Markaðsleg einkaþjálfun

Hvað er það eiginlega og hvernig getur það gagnast mér?

bottom of page